151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum .

368. mál
[13:52]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra framsöguna. Ég fagna því sérstaklega að við vinnslu frumvarpsins hafi verið reynt eins og unnt er að horfa til villidýraskýrslunnar svokölluðu. Þar býr að baki góð og fagleg vinna sem eðlilegt er að horfa til. En í ljósi þess langar mig að spyrja: Hvers vegna var tekin sú ákvörðun við vinnslu þessa frumvarps að víkja frá villidýraskýrslunni hvað varðar sjávarspendýr? Það er alveg skýrt í 9. kafla þeirrar skýrslu að höfundar hennar leggja ríka áherslu á það, í ljósi alþjóðlegra samninga og til þess að meginreglur umhverfisréttar nái líka til sjávarspendýra, að villidýralög nái til hvala og sela. Hvers vegna var þetta ekki gert?