Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[21:07]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér erum við farin að ræða fleiri vandamál í störfum þessa þings. Ég hef hins vegar enn þá áhyggjur af þessu hléi sem við fáum ekki. Það er nefnilega þannig að þó að fólk geri kannski ráð fyrir því að geta bara laumast af fundi til að fá sér matarbita eftir þennan langa fund þá er gert ráð fyrir því að þingmenn séu á fundi og taki þátt í umræðunni. Þetta eru búnar að vera mjög langar umræður. Við fengum eitt tíu mínútna hlé áðan og fimm mínútna hlé, sé ég núna, til að borða kvöldmat. Við erum búin að samþykkja að fundur standi lengur en venja er og ég held að það sé lágmark að fólk fái nokkrar mínútur til að ná aðeins andanum eftir þunga atkvæðagreiðslu sem atkvæðagreiðsla um fjárlög er, hún tekur mikla orku, og geti fengið sér aðeins í svanginn og byggi upp smá orku fyrir það sem koma skal hér í kvöld. Það eru mikilvægar umræður hér á eftir líka. Ég ítreka þessa bón mína.