Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[22:32]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka fram að það virðist vera sem nefndarálit með breytingartillögu sem ég var með hafi borist of seint. Ég hef það mér til málsbóta að það barst frá nefndasviði þegar ég var kominn í þingsal í atkvæðagreiðslu sem tók fjóra og hálfan tíma þannig að mér vannst ekki tími til að skoða síðustu athugasemdir frá nefndasviði. Ég hélt að ég væri kominn með fullbúið nefndarálit en svo var ekki.

Varðandi að það hafi fundist villa í frumvarpi um tollamál þá tek ég hattinn ofan fyrir hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni að hann skuli hafa fundið villu í því skjali vegna þess að það er alveg gríðarlega langt. Þetta eru töflur upp á tugi blaðsíðna og það væri gaman að vita hvar þessi villa er. Er hún í einum af dálkunum sem eru þarna undir? Það væri mjög fróðlegt að vita það vegna þess að þetta er enginn smá doðrantur sem er þar undir og gríðarlega langt skjal. (Forseti hringir.) Eljan við að finna þá villu er ótrúleg.