132. löggjafarþing — 47. fundur,  20. jan. 2006.

Umræða um störf þingsins.

[11:08]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill taka það skýrt fram út af orðum sem hér hafa fallið að til umræðna um störf þingsins eru ætlaðar 20 mínútur. Hver þingmaður má tala í tvær mínútur. Hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson var tíundi ræðumaður. Sumir ræðumenn notuðu hins vegar ekki allan þann tíma sem þeir áttu að fullu svo það er augljóst að tíminn, þ.e. 20 mínútur, voru ekki liðnar. Forseti sá hins vegar ástæðu til þess að hv. þm. Mörður Árnason fengi að koma hér upp eftir að formaður menntamálanefndar hafði lokið máli sínu. Forseti hyggur því að hún hafi tekið tillit til sjónarmiða þingmanna almennt í þessari umræðu.