140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[18:00]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætlast svo sem ekki til þess að einhvers konar pöntunarlisti fylgi frumvarpinu. En það er að mínu viti athyglisvert ef ríkisstjórnin hefur ekki reynt að setja niður fyrir sér eða kanna hvaða tól og tæki um er að ræða, hvort það er stór hluti þessara milljarða sem veita á í þetta. Það hlýtur að vera athugunarvert fyrir þá sem selja vörur og þjónustu á Íslandi ef hér á að vera hægt að flytja inn tæki og tól sem annars er hægt að kaupa hér.

Þess vegna ítreka ég þá spurningu til hæstv. ráðherra hvort hún telji koma til greina að þrengja þetta frumvarp með þeim hætti að þær vörur — þá má sem sagt bara ekki nota IPA-styrkinn til að kaupa þær — og sú þjónusta sem til er fyrir á Íslandi séu undanþegnar þeim afslætti sem verið er að veita þarna.