144. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2014.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015.

3. mál
[13:06]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um fyrstu af þremur greinum sem fela í sér að ríkið ákveði að vanefna samkomulag frá árinu 2007 um hlutdeild lífeyrissjóðanna í tryggingagjaldi til að jafna örorkubyrði lífeyrissjóðanna. Þetta var gert til þess að tryggja sambærileg réttindi og koma í veg fyrir að sjóðir erfiðisvinnufólks sem verður frekar öryrkjar en aðrir yrðu lakar settir. Afleiðingin af þessari breytingu er að strax núna um áramót munu lífeyrissjóðir sem eru þannig samsettir þurfa að lækka réttindi félaga sinna um allt að 5%. Sjómenn, erfiðisvinnufólk, landverkafólk sem frekar hefur lent í örorku og enn aðrir munu þar af leiðandi fá verri lífeyriskjör. Þetta er (Forseti hringir.) gríðarlega ósanngjörn breyting. (Forseti hringir.) Hún er andfélagsleg og hún er ekki siðleg.