150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

virðisaukaskattur og tekjuskattur.

432. mál
[14:50]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Mig langar í sönnum jóla- og hátíðaranda að fagna þeirri miklu og góðu samstöðu sem náðst hefur um að bæta málið eins og þarf á þingi og svo að samþykkja það. Við höfum sagt hér öll eða kannski flest og erum mjög einhuga um að gríðarlega mikilla aðgerða er þörf þegar kemur að loftslagsvánni. Það þarf að gera bæði stórt og smátt. Það stóra er nauðsynlegt en það smáa er það líka og hér eru tekin góð og mikil skref til að fjölga vistvænum ökutækjum og ég fagna því að við náum að gera það í miklum samhug.