150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu.

7. mál
[15:12]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál var fyrst lagt fram í mars 2015 af þáverandi þingflokki Pírata. Síðan þá hefur ýmislegt breyst, flest til hins betra eftir því sem ég fæ best séð, en mig langar til að nýta tækifærið núna þegar það lítur út fyrir að þessi tillaga verði samþykkt af þinginu miðað við meirihlutanefndarálitið að þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd, sér í lagi hv. 8. þm. Reykv. n., Birgi Ármannssyni, fyrir samstarfið. Sömuleiðis þakka ég hæstv. dómsmálaráðherra fyrir viðleitni í garð málaflokksins sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur.