150. löggjafarþing — 47. fundur,  17. des. 2019.

sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu.

7. mál
[15:12]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við munum nú greiða atkvæði um að efla sjálfstætt eftirlit með starfsemi lögreglu. Þetta er gert með hagsmuni lögreglunnar og réttaröryggi borgaranna í huga en þetta er líka gert til að koma til móts við okkar alþjóðlegu skuldbindingar. Okkur ber skylda til að tryggja sjálfstæða og óháða rannsókn á starfsháttum lögreglu sem kunna að takmarka, skerða eða brjóta á réttindum borgaranna. Þetta er nokkuð sem við þurfum að hafa í lagi en höfum ekki haft í lagi og það er mjög ánægjulegt að við séum að stíga hér stór skref í þá átt í dag.