Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[18:10]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P):

Virðulegi forseti. Ég vonast til þess og vænti þess að þetta fjármagn fari í það að ráðast að rót vandans innan fangelsa og að sálfræðiþjónusta verði aukin og stuðlað að því að efla geðheilsu þeirra sem þar eru. Það þarf að stórefla fangelsin og ekki bara að ráðast í aðgerðir sem varða starfsmenn fangelsanna heldur þurfum við að tryggja að fram fari betrunarmeðferð sem er sannarlega fyrst og fremst tilgangurinn með fangelsisvist. Ég er því græn á þessum skjá.