Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[20:57]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú á aðventunni erum við komin á þann stað í þingárinu að fundir standa lengi og það er margt sem þarf að ræða og afgreiða fyrir jól og áramót. Mig langar bara að vekja athygli forseta á því sem hún hefur væntanlega tekið eftir, eins og við hin sem sátum í salnum, að við vorum að klára fjögurra klukkustunda atkvæðagreiðslufund. Frá hálffimm til hálfníu sátu þingmenn hér í sal með einni tíu mínútna pásu og fengu fimm mínútna hlé eftir það til að geta síðan hent sér í umræðu um þau mál önnur sem eru á dagskrá.

Ég velti fyrir mér hvort þetta geti örugglega átt að vera plan kvöldsins, hvort ekki eigi að gera alvörukvöldverðarhlé. Ég sé að það er ekki margt um manninn í salnum þannig að kannski hafa sumir þingmenn sveigt þá reglu að hér er viðveruskylda og stokkið í mat, vegna þess að forseti hefur ekki enn boðað til kvöldverðarhlés.

Mig langar bara að spyrja: Hvenær á að gefa lengri pásu en fimm mínútur til að þingmenn geti nært sig svo að við getum haldið þessari ágætu umræðu áfram?