Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 47. fundur,  12. des. 2022.

hlutafélög o.fl.

227. mál
[21:15]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég held að það mætti gera þingmönnum, kannski aðeins ljóst hvað planið er fyrir kvöldið, vegna þess að þegar við komum út úr þessari fjögurra klukkustunda atkvæðagreiðslulotu þá mætti mér meiri ringulreið en ég á að venjast hér frammi á göngum þar sem þingmenn virtust t.d. ekki einu sinni vita hvort yrðu fleiri atkvæðagreiðslur í kvöld. Það eru mál á dagskrá sem gætu náð inn í atkvæðagreiðslu ef umræða er stutt en ekkert hefur verið gefið upp um það. Hvað á fundur að standa lengi? Það er annað sem mætti koma fram. Kannski er rétt að nefna fyrst að enginn gerði athugasemd við lengdan þingfund í byrjun fundar, þá er nú dálítið bagalegt að mál sé að hverfa af dagskrá án frekari útskýringa, eins og gerðist með 16. dagskrármálið. Ég var mættur hér til að ræða frumvarp til laga um úrvinnslugjald. Það hvarf af dagskrá að mér skilst, eftir einhverjum krókaleiðum vegna þess að það uppgötvuðust villur í því, (Forseti hringir.) mál sem við vorum að samþykkja á dagskrá með afbrigðum vegna þess að það þarf að klára það fyrir áramót (Gripið fram í: Það er á dagskrá …) og það eru villur í því.