149. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2018.

umboðsmaður barna.

156. mál
[17:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég átti kannski ekki endilega við að barnaþingið yrði haldið nákvæmlega í þingsalnum heldur að það yrði gefinn aðgangur að þingsalnum til að vera kannski með einstaka viðburði eða eitthvað því um líkt.

Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir undirtektirnar með ungmennaráðið. Mér finnst mjög augljóst að þetta sé hugmynd sem ætti tvímælalaust að gefa tækifæri. Kannski heppnast það ekki strax. Alþingi er dálítið öðruvísi í sniðum en sveitarfélög eru og umboðsmaður barna. Það gæti líklega ekki verið nákvæmlega eins formað. En þannig vinnur maður bara nú til dags. Maður vinnur með ítrunum, prófar eitt fyrirkomulag, sér hvaða hnökrar eru á því og sníðir af þeim og vinnur bara að því að gera það betra í kjölfarið. Við náum hins vegar aldrei fullkomnun til að byrja með, sérstaklega ef við höfum aldrei prófað það áður.