Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[16:05]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Í ljósi þeirra orða sem voru látin falla hér áðan um óheiðarleika þá langar mig að koma hingað upp og biðja okkur öll að gæta orða okkar, það fer alltaf betur á því. Að öðru leyti vil ég bara segja að forsætisráðherra talaði um þær fjárhæðir sem nefndar voru að óbreyttu kerfi, svo því sé haldið til haga. Þetta snerist um framsetningu á málinu, sérstaklega er varðaði barnabætur, og þess vegna er mikilvægt að það komi hér fram. Það má líka finna í grein á Vísi núna að hér var verið að tala um fjárhæðir að óbreyttu kerfi og við eigum að fagna því að við séum að breyta barnabótakerfinu þannig að fleiri geti notið.