Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[19:17]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Líneik Önnu Sævarsdóttur fyrir hennar framsögu. Það er aðeins tvennt sem mig langar til að spyrja og tekur ekki langan tíma. Í fyrsta lagi: Hvað er um að ræða marga einstaklinga sem þurfa á NPA-þjónustu að halda? Í öðru lagi: Hvað fá margir einstaklingar sem þurfa á þessari þjónustu að halda þjónustuna?