131. löggjafarþing — 48. fundur,  3. des. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[11:17]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst ábending hv. þingmanns út af fyrir sig eðlileg en hins vegar hefur legið fyrir allan tímann, við vinnslu frumvarpsins í fjárlaganefnd, að farið verði í endurskoðun á forsendum í byrjun ársins. Það lá fyrir að fjármálaráðuneytið mun gera það í byrjun næsta árs. Ég tel líklegt að þar komi fram frekari áhrif á tekjuhlutann en gjaldahlutann. En við munum að sjálfsögðu fara yfir endurskoðaða áætlun fjármálaráðuneytisins þegar hún liggur fyrir, væntanlega í janúar eða febrúar.