146. löggjafarþing — 48. fundur,  27. mars 2017.

viðvera umhverfisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:05]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég, eins og margir aðrir þingmenn, hugðist eiga orðastað við ráðherra umhverfismála um mál sem í raun og veru krefst tafarlausra svara og viðbragða af hálfu ráðherrans. Því finnst mér mjög bagalegt að ekki sé hægt að eiga þessa samræðu við viðeigandi ráðherra til að fá skýr svör. Ég vona að þeir ráðherrar sem munu fá fyrirspurnir í dag um mál þessu tengd, ef svo verður, geti svarað fyrir hönd ráðherrans, því að mér finnst, forseti, að við getum ekki látið svona mál vera, sem eru bundin tíma eða eru þannig að það þarf að fá svör strax. (Forseti hringir.) Þingið er í raun og veru algjörlega valdlaust til að gera nokkurn skapaðan hlut (Forseti hringir.) til að vera hér með alvörueftirlit með framkvæmdarvaldinu og þrýsta á að framkvæmdarvaldið (Forseti hringir.) geri það sem því ber að gera.