148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[23:36]
Horfa

Álfheiður Eymarsdóttir (P):

Herra forseti. Eins og ég nefndi hér áðan lækka framlög til orkumála samkvæmt þessari áætlun á næstu fimm árum. En ég hjó eftir einu markmiði sem er efling Orkusjóðs. Í ljósi þeirra takmörkuðu fjármuna sem eru til skiptanna langaði mig til að heyra frá ráðherra hvernig hún ætlar að efla orkusjóð, með hvaða fjármagni og hvort það væri þá ætlunin að efla orkurannsóknir í gegnum þennan sjóð eða framkvæmdir og fjárfestingar.