149. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2018.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

157. mál
[17:34]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ásmundi Friðrikssyni fyrir framsögu sína og eins og hv. þingmaður þakka ég hv. velferðarnefnd fyrir störf hennar að þessu máli. Ég kem hér fyrst og fremst upp til að taka undir sérstaklega þær breytingar sem nefndin gerir á frumvarpinu og ítreka mikilvægi þess, sem kom raunar fram í máli hv. þingmanns og hefur komið fram áður í ræðustól, að velferðarnefnd, a.m.k. ekki ég fyrir mitt leyti, lítur ekki á framlengingu þessa bráðabirgðaákvæðis sem varanlega lendingu í þessu máli heldur fyrst og fremst að hér sé um bráðabirgðaákvæði að ræða. Ég vil ítreka mikilvægi þess að þeir sem að málinu koma, þ.e. velferðarráðuneytið og aðilar vinnumarkaðarins, komi saman og landi málinu svo sómi sé að fyrir alla aðila þannig að þetta nýja þjónustuform fyrir fólk með miklar stuðningsþarfir fái áfram að vaxa og dafna í samfélaginu.