Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

568. mál
[17:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður benti hérna á að skerðingarnar sem voru hluti af tillögum Flokks fólksins í fyrra væru núna orðnar ríkisstjórnarmál. Þetta er kunnuglegt stef, að stjórnarandstaðan komi með eitthvað sem er hent út um gluggann eða strokað yfir með strokleðri og skipt um nafn. Þetta mál er dálítið þannig, Flokkur fólksins var með tillögu um 60.000 kr. eingreiðslu. Það var strokað yfir nöfnin á flutningsfólkinu og bætt við 300 kr. svo það væri ekki nákvæmlega sama tala og ríkisstjórnin flytur það mál í staðinn. Þetta er svo — við vorum nú að tala um höfundaréttarmálin hérna og einn af öngum höfundaréttar sem er hvað mikilvægastur er sæmdarrétturinn. Tillagan hérna er Flokks fólksins. En ríkisstjórnin er mjög gjörn á að stela þeim rétti og segja: Nei, við gerðum þetta.