Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 48. fundur,  13. des. 2022.

almannatryggingar.

534. mál
[18:12]
Horfa

 Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Bergþóri Ólasyni fyrir andsvarið. Jú, ég vil líka benda á að ég sagði að það væri miklu nær á og að það myndi ekki kosta neitt að hreinlega að hafa — sko, ég er með uppreiknaðar tölur, þessar 109.600 kr., sem þetta var samkvæmt launavísitölu til dagsins í dag. Þess vegna fór ég upp í 250.000 kr. Þetta er sennilega meira, 265.000 kr. ef þetta ætti að vera alveg nákvæmlega rétt. En ég vildi vera nokkurn veginn nálægt því, 250.000 kr., og að fólk mætti vinna fyrir þeirri upphæð algerlega skerðingarlaust. Það segir sig sjálft. Þarna eru 7.000 eða 8.000 einstaklingar undir sem eru með þetta frítekjumark og við erum að borga þeim hvort sem er. Við erum að borga þeim mánuð eftir mánuð, ár eftir ár. Það eru margir þeirra búnir að brenna sig alveg rosalega á því að reyna að vinna vegna þess að þeir fá bakreikning, það var alltaf 1. ágúst, núna er það 1. júlí. Það er ömurlegt að horfa upp á það. Og þegar þeir fá þessa bakreikninga þá eru þeir oft búnir að eyða þessum peningum og lenda þar af leiðandi í því að þurfa að skera niður. Það er bent á að þeir geti gert þetta mánaðarlega og svona, en þetta er hópur sem er veikur og þessi hópur þarf að hafa kerfi sem er einfalt. Þess vegna verðum við bara að hafa þetta einfalt. Þess vegna segi ég líka með ellilífeyrisþega og annað: Leyfum fólki að vinna. Hættum að banna fólki að vinna. Hættum að geta leggja stein í götu fólks sem er að vinna og segja að það sé kostnaður. Það er aldrei kostnaður. Fólk sem vinnur borgar útsvar og tekjuskatt. Það er ávinningur fyrir sveitarfélög og ríkið. Að reikna annað út er arfavitlaust og ég vona svo heitt og innilega að það verði hætt að reikna þetta út þannig.