132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[16:06]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Ef farið er yfir frumvarpið er það skýrt út mjög gaumgæfilega hverjar eru skyldurnar hjá Ríkisútvarpinu varðandi útvarpsþjónustu í almannaþágu og það er í 3. gr. frumvarpsins. Síðan kemur í 4. gr. önnur starfsemi. Það er alveg skýrt og það er mjög þröng skýring á því ákvæði en hún tengist m.a. þeim veruleika sem Ríkisútvarpið stendur frammi fyrir í dag, m.a. að reyna að koma þeim menningarverðmætum sem ég kom inn á áðan á framfæri við almenning og m.a. í gegnum netið, gegnum til að mynda vefinn ruv.is. Það þarf því að vera aðskilið þar á milli en það kemur líka fram í greinargerð með frumvarpinu að ef Ríkisútvarpið nýtir sér þessa heimild í 4. gr. og tekur þátt í öðrum félögum þá er óheimilt að selja þess hluta nema með samþykki Alþingis.