133. löggjafarþing — 49. fundur,  9. des. 2006.

vörugjald, virðisaukaskattur og gjald af áfengi og tóbaki.

416. mál
[18:14]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F):

Frú forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingartillögur og frumvarp sem gengur út á að lækka matarreikning heimilanna, sem er afar mikilvægt.

Hér er um að ræða breytingartillögu sem varðar lyfin sérstaklega. Ég vildi taka undir með síðasta ræðumanni að því leyti að mér finnst koma til greina að við skoðum sérstaklega lyfjaþáttinn. En ég vek athygli á því að í dag greiðum við atkvæði um þessi tvö frumvörp, tekjuskattsfrumvarpið og nú virðisaukaskattsfrumvarpið sem munu samtals þýða skattalækkanir fyrir heimilin og fjölskyldurnar í landinu upp á 22 milljarða kr.

Við stígum hér gríðarlega stór skref. Það er ekki hægt að gera allt í einu. Ég segi því nei við þessari tillögu en auðvitað munum við skoða þetta í framtíðinni.