145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[15:01]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ríkið er að hýrudraga barnafólk í landinu. Það tekur til baka 600 milljónir vegna þess að viðmiðunarmörk hafa ekki verið lækkuð.

Barnabætur skerðast við 200 þús. kr. á mánuði. Við skulum muna að þegar matarskatturinn, þ.e. virðisaukaskatturinn, var hækkaður úr 7% í 11% þá var talað um mótvægisaðgerðir og þar á meðal voru barnabætur og vaxtabætur, talað var um 1,4 milljarða. Nei, það á ekki að skila þessum mótvægisaðgerðum. Nú ásælist ríkisvaldið barnabæturnar.

Hversu lágt geta menn lagst, hæstv. fjármálaráðherra? Ég ætla bara að vona að þetta verði dregið til baka. Þarna er verið að kalla inn í ríkissjóð 600 milljónir í barnabætur á þessu ári. (Gripið fram í.)