145. löggjafarþing — 49. fundur,  8. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[14:43]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Eitt af nýjum sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt í heiminum. Forustumenn ríkisstjórnar Íslands stóðu þar með og sögðust styðja það að fátækt yrði útrýmt á jörðinni. Nú höfum við tækifæri til að draga úr fátækt á Íslandi.

Við vitum að 10% Íslendinga ná ekki endum saman um hver mánaðamót og við vitum líka að stór hluti þessara 10% er einmitt aldraðir og öryrkjar. Það fólk á ekki fundi í Karphúsinu, það á ekki fundi með ríkissáttasemjara, það á ekki fundi með neinum viðmælanda. Við erum viðmælandi þessa hóps. Kjarafundurinn er núna. Hvenær eigum við að bæta kjör þessa hóps ef ekki akkúrat núna?

Þeir sem greiða atkvæði gegn þessari tillögu eru að greiða atkvæði með því að viðhalda fátækt á Íslandi. Ég segi já.