154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024.

2. mál
[16:39]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegur forseti. Það hryggir mig mikið að sjá öll þessi rauðu ljós hér uppi. Hér er fólk ekki að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni því að ég veit að þið eruð hér inni sannfærð um að við þurfum að standa með frændum okkar í Úkraínu. Þetta er leið til þess að sýna þeim í verki að við stöndum með þeim. En því miður virðist þetta ætla að falla nákvæmlega eftir flokkspólitík þegar maður hefði vonað að hér stæði fólk með sannfæringunni.