154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2024.

2. mál
[16:40]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Herra forseti. Það er búið að fara hér ágætlega yfir stóru myndina þegar kemur að þessari breytingartillögu. Við sjáum það núna að forseti Úkraínu fer um heiminn til að reyna að tryggja áframhaldandi stuðning við þær varnir sem landið þarf að viðhafa í stríðinu gegn Rússum. Það gengur eiginlega ekki alveg nógu vel. Hér er hins vegar tækifæri fyrir okkur til þess að styðja við með beinum hætti atvinnulíf og almenning í Úkraínu án þess að miklu, miklu smærri íslenskir hagsmunir flækist í veginum. Ég sagði það hér fyrir ári síðan þegar við vorum að tala um kjúklingabringurnar frá Úkraínu að þingið væri smátt þegar það treysti sér ekki í þannig stuðning. Ég ætla að endurtaka það: Þessi atkvæðagreiðsla segir okkur allt um það að stjórnarmeirihlutinn er smár í hugsun og ekki samkvæmur sjálfum sér þegar kemur að því að styðja við Úkraínu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)