154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[17:03]
Horfa

Bjarni Jónsson (Vg):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni mikilvæg og nauðsynleg viðbót til að styrkja rekstur Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan gegnir margþættu, ómissandi öryggishlutverki fyrir Ísland, lykilhlutverki vegna sjúkraflugs, björgunarstarfs og eftirlits á hafsvæðinu í kringum landið. Því verðum við að standa þétt að baki Gæslunni svo að hún geti sem best sinnt verkefnum sínum. Þannig að ég fagna því sérstaklega að sjá þessa viðbót upp á 360 milljónir.