143. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2013.

atvinnustefna og samráð.

[13:56]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin.

Ég minni hæstv. ráðherra á að menn voru sammála um það hér á síðasta kjörtímabili, og stjórnarandstaðan líka, að fjölga þyrfti störfum í landinu. Það sem fólst í fjárfestingaráætluninni var akkúrat það að fjölga störfum í landinu. Þau voru ekki komin í höfn en stefnt var að því að fjölga þeim með því að fá inn tekjur með þessum hætti og leggja fjármagn í fjölbreyttar atvinnugreinar víða um land.

Ég ítreka bara spurningu mína til hæstv. ráðherra um hvort hann hafi ekki áhyggjur af þeim varnaðarorðum sem koma vítt og breitt af landsbyggðinni frá hans eigin flokksmönnum um að þetta frumvarp sé hreinlega aðför að landsbyggðinni. Ég minni hann á að ef menn treysta sér ekki til að gera neinar alvörukerfisbreytingar á sjávarútvegskerfinu er verið að koma í veg fyrir nýliðun og fjölda starfa í þeirri grein.