152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

varamenn taka sæti.

[10:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Borist hefur bréf frá formanni Miðflokksins um að Bergþór Ólason, 8. þm. Norðvest., verði fjarverandi á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista flokksins í kjördæminu, Sigurður Páll Jónsson. Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa að nýju.

Borist hefur bréf frá formanni þingflokks Flokks fólksins um að Inga Sæland, 7. þm. Reykv. s., muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag, fimmtudaginn 10. mars, tekur því Wilhelm Wessman, 1. varamaður á lista flokksins í kjördæminu, sæti sem varamaður fyrir hana.