152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:34]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að fagna því hversu miklar umræður eru um efnahagsmál hér í þinginu. Það er löngu tímabært og það er mjög ánægjulegt að sjá nýliða hér fjalla um efnahagsmál af miklum þunga og mikilli ástríðu og koma jafnvel með ágætistillögur. Það er svo að verðbólga er orðin 6,2% og helmingurinn af þeirri hækkun er húsnæðisliðurinn. En hvað er að gerast þarna? Það er auðvitað þannig að það skortir framboð á húsnæði. Og hver ætli beri mikla ábyrgð á því að framboðsskortur er hér á höfuðborgarsvæðinu? Ja, það er nú Samfylkingin. Ég ætla að leggja það til að hv. þm. Kristrún Frostadóttir boði til félagsfundar í Reykjavík og ræði framboðsmálin við borgarstjórann í Reykjavík þann ágætismann, Dag B. Eggertsson.