152. löggjafarþing — 50. fundur,  10. mars 2022.

orð forsætisráðherra um húsnæðismarkaðinn.

[11:55]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Þetta er nú skemmtileg sérstök umræða um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu [Hlátur í þingsal.] sem forseti hefur stýrt af miklum sóma. Það er kannski ágætt að rifja einmitt upp tölurnar fyrir Framsókn. Það er mesta uppbyggingarskeið á íbúðarhúsnæði í Reykjavík í sögunni. Næstum 1.300 íbúðir voru samþykktar á síðasta ári. Það sem Reykjavíkurborg gerir, sem ég heyri að Hafnarfjörður gerir ekki, er að hugsa til framtíðar. Hér kom hv. þm. Ágúst Bjarni Garðarsson, sem situr vel að merkja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, og sagði að þau væru bara búin, það er bara búið að klára allt. Það er ekkert eftir. Voru plön Hafnarfjarðarbæjar bara til 2020, ætla þau ekkert að gera í bænum eftir þann tíma? Hvar er langtímasýnin? Hvar er skipulagið? Hvar er húsnæðisáætlunin? Hvað er að frétta? Það er ekkert að frétta í Hafnarfirði (Forseti hringir.) þar sem Framsókn stýrir. En þar sem félagshyggjuflokkarnir (Forseti hringir.) stýra í Reykjavík er allt að frétta, hefur aldrei verið meira.