Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[12:28]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd efnahags- og viðskiptanefndar koma hér upp og gera grein fyrir atkvæði mínu. Ég tel að það sem lagt er til hér í þessu frumvarpi beri vott einmitt um ábyrga fjármálastefnu. Við getum horft björtum augum til framtíðar. Það eru erfið ár að baki. Það er útlit fyrir að það verði góður gangur í atvinnulífinu. Ég vil einnig fá að nefna það sem hv. þm. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndi hér áðan og gagnrýndi nefndarálit meiri hlutans — að sjálfsögðu tók nefndin til skoðunar þau ummæli og þær umsagnir sem voru sendar til nefndarinnar og ég vil þakka öllum þeim sem sendu inn umsagnir og komu fyrir nefndina. En ég vil líka að segja það, og við skulum öll hafa það í huga, að útgjöld ríkisins eru nánast að verða stjórnlaus. Það þarf vitaskuld að eiga fyrir þeim. Að lokum þakka ég nefndarmönnum fyrir gott samstarf.