Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[12:43]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þessi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn í fjármálaráðuneytinu skilar ríkissjóði með 119 milljarða kr. halla. 2023, 2024, 2025, 2026, 2027 — alltaf fjárlagahalli. Á mesta hagvaxtarskeiði síðari tíma þá er ríkisstjórnin ekki bara að skila auðu, hún er að kynda undir verðbólgubálinu. Á meðan aðrir, m.a. aðilar vinnumarkaðarins og seðlabankastjóri, eru að gera allt til þess að vinna bug á og berjast gegn verðbólgunni er ríkisstjórnin ekki bara að skila auðu, hún er að henda spreki á verðbólgubálið.