Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[12:55]
Horfa

Daði Már Kristófersson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Að gefnu tilefni vil ég nefna að þrátt fyrir að það sé fullkomlega sannleikanum samkvæmt sem hér hefur komið ítrekað fram, að hlutfall ríkisskulda á Íslandi sé lágt, þá vil ég ítreka orð hv. þm. Sigmars Guðmundssonar að vaxtagjöld á Íslandi eru þau hæstu innan OECD. Nú geta þingmenn hugsað til eigin efnahags. Velja þeir að taka mikið af lánum þegar þau bera mjög háa vexti? Er geta þeirra til að skuldsetja sig ekki háð einmitt þeirri tölu? Það er á endanum geta ríkisins til að standa straum af vaxtagjöldum sem skiptir máli í þessu samhengi. Það að við séum með lágt skuldahlutfall er í sjálfu sér eins gott vegna þess að við borgum svo háa vexti.