Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[12:59]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Af því við erum að tala um hagstjórn og sumir tala um háa vexti þá er það nú þannig að hagvöxtur á Íslandi mældist 7,3%. Heildartekjur í hagkerfinu jukust um 800 milljarða frá árinu 2020 til 2021. Af hverju allur þessi gangur? Það er vegna þess að aðstæður í íslenska hagkerfinu eru mjög góðar og ríkisstjórn Íslands leggur allt á sig til þess að einstaklingar og fyrirtæki nái að blómstra enda er skuldastaðan hér ein sú allra besta í Evrópu. Verðbólga næstlægst. Hvernig stendur á því? Af því að allt sé hér í einhverri vitleysu? Það er nefnilega alls ekki þannig. Hér er traust og ábyrg stjórn efnahagsmála.