Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:06]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja hér til allra handa gjaldahækkanir, skattahækkanir jafnvel líka, enda er þessi ríkisstjórn að slá öll met í útgjaldaaukningu ríkissjóðs. Hin stjórnarandstaðan vill hins vegar auka útgjöldin enn þá meira og mæta því með því að hækka skatta og gjöld á enn þá meira. Ég legg til málamiðlun, að menn velti því fyrir sér hvort það kunni ekki að vera ráð að einfaldlega lækka skatta og draga úr ríkisútgjöldum. Ég legg svo til að 14 ára sonur hv. þm. Arnars Þórs Jónssonar verði ráðinn efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. [Hlátur í þingsal.]