Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:08]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegi forseti. Þetta er eitt af mörgum málum þar sem fjármálaráðuneytið virðist horfa aðeins á hreina tekjuhlið mála en gleymir að gera ráð fyrir hliðaráhrifum eins og t.d. því að hækkun á áfengisgjaldi í Fríhöfninni muni færa verslunina á erlenda flugvelli þar sem engin íslensk merki eru í boði. Fríhöfnin er náttúrlega mjög mikilvæg fyrir alla innlenda framleiðendur og Isavia hefur varað eindregið við hækkun áfengisgjaldsins í umsögn sinni og ekki síst eftir tvö erfið ár sem margnefnt Covid hefur valdið og bendir á að sala áfengis í Fríhöfninni þurfi ekki að dragast saman nema um 25% til þess að allir tapi; framleiðendur, Isavia og ríkissjóður.