Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:12]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Herra forseti. Í umfjöllun um þennan bandorm þá fengum við marga til að veita okkur umsögn um þetta, m.a. smáframleiðendur sem eru að sinna nýsköpun í landinu og þeir eru mjög uggandi um sinn hag. Þeirra framleiðsla hefur að miklu leyti farið í sölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir eru mjög uggandi um að þetta muni hreinlega koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram sinni starfsemi. Ég hélt og upplifði það á þeim fundum sem ég sat í nefndinni að á þá væri hlustað, það ætti að koma til móts við þá á einhvern hátt. En svo virðist sem það eigi ekki að nokkru leyti að taka tillit til þeirra hagsmuna.