Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:35]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegur forseti. Fjármagnstekjur í ár eru 16 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir. Stærsta tekjuaukning heimilanna í fyrra var auknar fjármagnstekjur og sú aukning skilaði sér nær einvörðungu til fólks í efstu tekjutíundinni. Það er bara kominn tími til að efstu lög samfélagsins greiði örlítið meira til samfélagsins. Því styð ég og er með á þessari breytingartillögu minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar um að hækka fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25%. Samkvæmt minnisblaði og fjármálaráðuneytinu er ljóst að sú hækkun mun nær eingöngu lenda á efstu tekjutíundinni, sem er vægast sagt vel aflögufær og myndi skila ríkissjóði um 5 milljörðum í auknar tekjur.