Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:58]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegi forseti. Þetta snýst um stimpilgjöld, að þau verði felld niður af húsnæði til eigin nota — það hafa fæstir efni á því að kaupa sér meira en eitt húsnæði — að stimpilgjöld verði felld niður af húsnæði til eigin nota. Ég er nú svolítið hissa á að Sjálfstæðisflokkurinn styðji þetta ekki þar sem hann hefur margoft lagt fram tillögur þess efnis að stimpilgjöld verði alfarið felld niður og þessi tillaga gengur skemur en það: Bara til eigin nota. Þannig að ég hvet bara Sjálfstæðismenn til að endurskoða atkvæði sitt. (Gripið fram í.)