139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[15:10]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Vegna orða hv. þingmanns tek ég fram að það er sjálfsagt mál að koma upp í ræðustól og fagna því að náðst hafi betri samningur. (BJJ: En að biðjast afsökunar?) Það væri fráleitt að gera það ekki. Hins vegar hefur verið bent á þá staðreynd og auðvitað var það tekið fram í umræðunni á sínum tíma að menn álitu sig vera að samþykkja mjög slæman kost, en samt þann illskásta. Það er einfaldlega það sem við blasir. Forsendur breyttust síðan, menn náðu betri samningi og þá fagna því allir. Það er einkennileg pólitík að standa í ræðustól og reyna að gera það að einhverjum skammarbletti fyrir ríkisstjórnina að núna hafi náðst betri samningur við gjörbreyttar forsendur. (Gripið fram í.) Það er bara fagnaðarefni, hv. þm. Tryggvi Þór, og ég fagna því. Það virðist svekkja hv. þingmann eitthvað sérstaklega að náðst hafi betri samningur. (TÞH: Þjóðin rak þetta ofan í ykkur.) (BJJ: En að biðjast afsökunar?) (Gripið fram í: Nei, það …)

(Forseti (SF): Forseti minnir hv. þingmenn á að nota full nöfn annarra þingmanna.)