139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[16:49]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var að vísa til þess að bæði Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur hafa átt í erfiðleikum með fjármögnun á erlendum mörkuðum og það er alveg ljóst að þeir erfiðleikar hafa beinlínis tengst því að þetta mál hefur ekki verið klárað. Það var það sem ég vísaði til.