145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:13]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, svona hægri vinstri — ég vil nú ekki taka undir það að þetta sé bara hægri vinstri. En ef við getum gefið okkur það að það sé jafnt til hægri og vinstri þá sé ég ekki hvað er að því. (Gripið fram í.) En nefndin tók á móti 42 sveitarfélögum og hv. nefndarmenn hljóta að mega mynda sér skoðun á því og taka sér þá vald til að deila eftir því sem þar kemur fram.

Auðvitað er þægilegra að setja þetta bara í eitthvert apparat sem útdeilir þessu en menn eru tilbúnir að taka ábyrgð á því og útdeila þessu eftir þessum umsögnum. Ég get ekki sagt annað en að menn séu bara að vinna samviskusamlega eftir þeim umsögnum og heimsóknum sem menn fá.