146. löggjafarþing — 50. fundur,  29. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:24]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er gott að geta áttað sig á umræðunni í björtu, aftur, sér í lagi eftir að þessi gífurlega góða rannsóknarskýrsla er komin fram. Í fjármálastefnunni sjálfri, greinargerð með henni og meirihlutaálitinu, er sagt að leita þurfi álits erlends sérfræðings og þar fram eftir götunum. Þess vegna verð ég eiginlega að furða mig á því að formaður hv. fjárlaganefndar, hv. þm. Haraldur Benediktsson, sé ekki í salnum. Einnig furða ég mig á því að ég sjái engan hæstv. ráðherra hér. Miðað við það hversu yfirgripsmikið og afdrifaríkt plagg við erum að ræða held ég að þetta sé akkúrat tímapunkturinn fyrir þá að vera í salnum. Umræðan hefur verið góð og málefnaleg og ég tel betra samtal nauðsynlegt milli stjórnarandstöðu og stjórnarliða, til að verja sitt plagg. Ekki ætla ég að gera það þegar þar að kemur.