149. löggjafarþing — 50. fundur,  13. des. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[19:03]
Horfa

Snæbjörn Brynjarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Jóni Steindóri Valdimarssyni fyrir fína ræðu og ég er sammála mjög mörgu í þessu og margar góðar hugmyndir þar. En ég finn mig knúinn til þess að andmæla því að það sé hægt að eiga of mikið af bókum. Gæði eru vissulega mikilvægari en magn en það er aldrei hægt að eiga of mikið af góðum bókum, hvort sem þær eru á íslensku eða öðru tungumáli.