149. löggjafarþing — 50. fundur,  13. des. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[20:00]
Horfa

Snæbjörn Brynjarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðrar þjóðir misskilja eitthvað hversu flókið og erfitt það er að gefa þessa gríðarlegu meðgjöf til bókmennta. Langflestar Evrópuþjóðir skattleggja ekki bókaútgáfuna á þennan máta og það er í rauninni alveg merkilegt á þessu örþjóðasvæði að um langa hríð höfum við verið með hæsta bókaskatt í Vestur-Evrópu. Það er alveg ótrúlegt að bókaútgáfa hafi þraukað á því þrautatímabili. Svo var það bara þannig að einu sinni var enginn skattur á bókaútgáfu. Það var ekkert svo flókið heldur.

Ég hef miklar áhyggjur af nefndinni. Ég hef áhyggjur af því hverjir eiga að sitja í henni. Ég áhyggjur af því hvernig verður skipað í hana. Mér finnst skrýtið að Rithöfundasambandið hafi ekkert að segja um tilnefningar í hana. En aðallega pirrar mig að það verði einhver nefnd. Það er ekki sanngjarnt og ekki hlutlaust. En afnám á virðisaukaskatti er það.