149. löggjafarþing — 50. fundur,  13. des. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[20:21]
Horfa

Snæbjörn Brynjarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég held að við séum algjörlega sammála en þá held ég líka að við ættum að setja inn í frumvarpið eitthvað um að við ætlum ekki að binda okkur við einhverjar átta blaðsíður eða einhver orð heldur ætlum virkilega að styrkja framleiðslu á myndefni í pappírsformi eða rafbókarformi eða einhverju svoleiðis handa börnum. Það yrði ekkert svo erfitt.