150. löggjafarþing — 50. fundur,  21. jan. 2020.

málefni innflytjenda.

457. mál
[14:40]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Ég þakka þingmanninum fyrir þessa fyrirspurn. Hugsunin með samræmdri móttöku er að samræma þetta. Við erum að taka á móti kvótaflóttafólki og síðan er að koma fólk sem fær leyfi af mannúðarástæðum o.fl. Breytingarnar sem verið er að gera með samræmdri móttöku er að allir sem koma hingað inn sem flóttamenn fari í sambærilegan farveg. Hugsunin á bak við frumvarpið er sú að Fjölmenningarsetrið fái þarna hlutverk við að tengja saman og undirbúa sveitarfélögin, tengja saman viðkomandi einstaklinga við sveitarfélögin til að tryggja að allir fái sambærilega þjónustu, þannig að svarið er já. Hugsunin með frumvarpinu er að tryggja það sem það segir, samræmda móttöku flóttafólks.