Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[12:34]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það lá fyrir strax við framlagningu fjárlagafrumvarps, þar sem fram kom að ætti að hækka um 7,7%, að þarna væri verið að setja fordæmi. Sveitarfélög voru ekki búin að gera sínar fjárhagsáætlanir í september. Ríkið var aftur á móti að leggja fram áætlun fyrir næsta ár með 7,7% hækkun. Hvað eiga sveitarfélögin annað að gera en að fylgja því sem ríkið er að gera? Er nokkur leið að sveitarfélögin fari undir það? Aðhaldið í fyrra var slíkt að það gat engin stofnun fengið að hækka meira en 2,5% vegna þess að ríkið steig á bremsuna. En ríkið er núna þessa dagana að keyra á bremsulausum bíl.